SPURT OG SVARAÐ
-
Hverjir geta tekið þátt?
Öll ungmenni á aldrinum 14 til 19 ára geta tekið þátt sem eru skráð í skóla. Keppt er í liðum í tveimur aldurshópum. Eldri aldurshópurinn (A - flokkur) samsvarar nemendum í framhaldsskóla en yngri aldurshópurinn (B - flokkur) í 9. til 10. bekk í grunnskóla.
-
Hver getur skráð lið til þátttöku?
Aðeins kennari sem ber ábyrgð á liði getur skrá lið til þátttöku í keppninni.
-
Hvar skrái ég liðið mitt?
Þú skráir liðið þitt í keppnisgátt Evrópsku tölfræðikeppninnar eða með því að smella á hnappinn “Skráning” hér að ofan.
-
Eru verðlaun?
Já, efstu þrjú liðin í hvorum aldursflokki fá peningaverðlaun.
-
Hvað gerist ef liðið mitt vinnur?
Öll lið í efstu þremur sætum í hvorum aldursflokki fá peningaverðlaun. Liðin sem eru í fyrstu tveimur sætum í hvorum aldursflokki fá boð um að taka þátt í Evrópukeppninni.
-
Hvernig fer Evrópukeppnin fram?
Í Evrópukeppninni eiga liðin að búa til myndband þar sem verkefnið er að nota opinberar hagtölur til þess að kynna tiltekið efni. Ef lið kemst í úrslit fær það að fara til útlanda til þess að taka þátt í verðlaunaafhendingu. Sjá nánar hér.
-
Hversu margir mega vera saman í liði?
Það mega vera 2 til 3 nemendur í hverju liði. Hver nemandi má bara vera í einu liði.
-
Kostar eitthvað að taka þátt?
Nei - það kostar ekkert að taka þátt. Allur kostnaður við þátttöku er greiddur af Evrópsku hagstofunni (Eurostat).
-
Er hægt að skrá mörg lið frá sama skóla?
Já - kennari getur skráð mörg lið frá sama skóla, jafnvel úr sama bekk.
-
Hver er tímasetning keppninnar?
Keppnin fer fram á sex vikna tímabili þar sem nemendur fá þrjár vikur til að leysa verkefnin í fyrri hluta keppninnar og svo aftur þrjár vikur til að leysa verkefnið í seinni hluta keppninnar.
Í fyrri hluta keppninnar geta nemendur vistað svörin sín og unnið að verkefnum yfir allar þrjár vikurnar.
Nánari upplýsingar um tímasetningar má finna undir Um keppnina - Tímaáætlun
-
Forkeppnin: fá allir nemendur eins spurningar?
Nei – það eru nokkrar útgáfur af prófunum og þeim er dreift af handahófi á liðin.
-
Úrslitakeppnin: eiga nemendur að finna gögn sjálfir?
Já - keppendur eiga sjálfir að finna gögn á heimasíðu Hagstofunna sem henta rannsóknarspurningu þeirra. Öllum tölulegum gögnum í formi taflna er þó hægt að hlaða niður í excel af vefsíðu Hagstofunnar og jafnvel öðrum forritum. Þannig er hægt að vinna með gögnin áfram. Keppendur mega einnig nota gögn frá Evrópsku hagstofunni (Eurostat).