UM ÚRSLITAKEPPNINA
KYNNINGIN
Hvað á að gera?
Úrslitakeppnin felst í því að liðin útbúa glærukynningu á rannsókn sem gerð er á grundvelli hagtalna. Vinningshöfum úrslitarkeppninnar öðlast þátttökurétt í Evrópsku tölfræðikeppnina.
Nemendur velja sér rannsóknarefni og rannsóknarspurningu sem þau svara með því að nýta sér talnaefni frá Hagstofu Íslands. Nauðsynlegt er að nota gögn frá Hagstofunni en nemendur hafa val um að einnig nýta sér evrópsk gögn frá Evrópsku hagstofunni (Eurostat).
Sigurliðunum verður síðan boðið að kynna verkefnin sín á verðlaunaafhendingu Greindu betur.
Nemendur hafa þrjár vikur til þess að leysa verkefnið.
Liðin munu skila niðurstöðum sínum í PowerPoint-kynningu, eða með hliðstæðum hætti, sem á að skila á pdf-sniði.
Á fyrstu glæru kynningarinnar skal nafn liðs og skóla koma fram ásamt aldursflokki sem keppt er í.
Heildarfjöldi glæra skal ekki fara yfir 16 (fyrsta glæran og heimildaskrá meðtalin). Sjá sniðmát hér til hliðar.
Skjalið skal vera merkt nafni liðs, vistað sem .pdf skjal.
Skjalinu skal vera þjappað (zip skrá) og hlaðið upp á vefsíðu keppninnar áður en skilafrestur er liðinn. Sjá leiðbeiningar hér til hiðar.
Dómnefnd mun einungis meta prenthæfan hluta pdf-skjalsins. Óprentanlegir hlutar skjalsins, svo sem hreiðruð myndbönd og þess hátttar, teljast ekki til verkefnisins og munu ekki verða metnir.
Greining liða skal byggja á gögnum frá Hagstofu Íslands en verkefni sem byggja eingöngu á öðrum gögnum verða ekki tekin gild. Nota má útgefnar tölur frá Evrópsku hagstofunni til stuðnings.
Engin takmörk eru á því hvaða hugbúnað má nota til þess að greina gögn.
Gott er að kynna sér reglur og matsviðmið úrslitakeppninnar.
Uppsetning kynningar og Skil
Kynningin þarf að innhalda eftirfarandi kafla:
Markmið verkefnisins: Kynning á viðfangsefni og af hverju það er mikilvægt/áhugavert. Verkefnið þarf að innihalda rannsóknarspurningu sem hægt er að svara með tölulegum upplýsingum.
Aðferð greiningar: Lýsing á aðferð og tölfræðilegri úrvinnslu sem var notað til að svara rannsóknarspurningunni.
Niðurstöður greiningar: Lýsing á niðurstöðum greiningarvinnunnar ásamt töflum og myndritum. Niðurstöðurnar þurfa vekja athygli á þeim upplýsingum sem skipta mestu máli til að svara rannsóknarspurningunni.
Ályktanir út frá niðurstöðunum: Draga þarf niðurstöðurnar saman og keppendur þurfa að draga ályktanir um hvað niðurstöðurnar þýða. Komu niðurstöðurnar á óvart? Var rannsóknarspurningunni svarað fullnægjanlega?
Heimildaskrá: Verkefnið þarf að styðjast við heimildir því það verður að vera hægt fyrir lesandann að finna gögnin og efnið sem fjallað er um í verkefninu. Í verkefninu þurfa að vera tilvísanir sem vísar í heimildirnar í heimildasrkánnni. Í lok verkefnisins þarf að vera listi yfir þær heimildir sem stuðst er við og útgefnar hagtölur (vefhlekki). Vanti heimildaskrá er það metið til lækkunar.