UM KEPPNINA
FYRRI KEPPNIR
Verðlaunahafar Greindu betur
skólaárið 2023-2024
Í gær fór fram verðlaunaafhending í undankeppni Evrópsku tölfræðikeppninnar hér á landi, Greindu betur. Keppt var í tveimur flokkum, yngri flokki (9.-10. bekkur í grunnskóla) og eldri flokki (1.-2. ár í framhaldsskóla). Verðlaunin veitti Hrafnhildur Arnkelsdóttir hagstofustjóri.
Fyrsta sætið í yngri flokknum hlaut liðið Goðar frá Sjálandsskóli með verkefnið Tekjur á Íslandi. Í öðru sæti var liðið Ernirnir einnig frá Sjálandsskóli með verkefnið Greining á ferðamennsku hér á landi. Í þriðja sæti var liðið Nál frá Ölduselsskóli með verkefnið Fjölgun íbúa Reykjavíkur á 20. öldinni.
Liðið Gæsirnar frá Verzlunarskóli Íslands bar sigur úr býtum í eldri flokknum með verkefnið Er farþegafjöldi til Íslands að aukast?
Hagstofa Íslands var gestgjafi keppninnar en hún var styrkt af Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Keppnin er þverfaglegt tilraunaverkefni sem ætlað er að veita unglingum á aldrinum 14 til 18 ára tækifæri til þess að efla hæfni sína í því að nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt og getu sína til þess að taka upplýstar ákvarðanir.
Verðlaunahafar Greindu betur
skólaárið 2022-2023
Verðlaunaafhending fór fram í gær í Greindu betur. Keppt var í tveimur flokkum, yngri flokki (9.-10. bekkur í grunnskóla) og eldri flokki (1.-2. ár í framhaldsskóla). Verðlaunin veitti Hrafnhildur Arnkelsdóttir hagstofustjóri.
Fyrsta sætið í yngri flokknum hlaut liðið KÁRSNES 13 frá Kársnesskóla í Kópavogi sem framkvæmdi samanburðarrannsókn á veðurfari nokkurra bæja á Íslandi með það fyrir augum að kanna hvort besta veðrið sé í raun á Akureyri á sumrin. Í öðru sæti varð liðið NAMMINAMM frá Austurbæjarskóla í Reykjavík sem kannaði þekkingu ungmenna á verðbólgu og bar saman verðbólgu í dag og árið 2000. Í þriðja sæti varð liðið KRÓNURNAR frá Garðaskóla í Garðabæ sem rannsökuðu áhrif einkaneyslu á verðbólgu.
Liðið STATISTICA frá Verzlunarskóla Íslands bar sigur úr býtum í eldri flokknum en það skoðaði hversu mikil áhrif kórónuveirufaraldurinn hafði á ferðaþjónustuna á Íslandi.
Hagstofa Íslands var gestgjafi keppninnar en hún var styrkt af Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Keppnin er undankeppni Evrópsku tölfræðikeppninnar sem fer fram í maí.
K2 í 2.sæti í eldri flokki í Evrópsku
tölfræðikeppninni
Ólöf María Steinarsdóttir hreppti 2. sætið í eldri hópi Evrópsku tölfræðikeppninnar fyrir árið 2022! Er þetta í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í keppninni en samanlagt tóku yfir 17 þúsund ungmenni þátt frá 19 Evrópulöndum. Ólöf bar sigur úr býtum í Greindu betur á Íslandi ásamt liði sínu K2 úr Tækniskólanum og útbjó í kjölfarið myndband um áhrif gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sem hún sendi sem sitt framlag í Evrópsku tölfræðikeppnina. Fram kemur í umsögn dómnefndar keppninnar að um sé að ræða „frábæra tölfræðilega greiningu á ástæðum mikillar losunar gróðurhúsalofttegunda á mann á Íslandi.“
Við í Greindu betur erum virkilega stolt af Ólöfu og óskum henni innilega til hamingju með frábæran árangur.
Verðlaunahafar Greindu betur
skólaárið 2021-2022
Verðlaunaafhending fór fram í undankeppni Evrópsku tölfræðikeppninnar hér á landi sem nefnist Greindu betur en samtals voru 223 lið skráð til leiks með samtals 670 ungmennum. Keppt var í tveimur flokkum, A-flokki ungmenna á aldrinum 16-18 ára og B-flokki ungmenna á aldrinum 14-16 ára. Verðlaunin veitti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Fyrstu verðlaun í A-flokki hlaut liðið K2 úr Tækniskólanum en liðið rannsakaði leigumarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Í öðru sæti var liðið NO-WAY úr Verzlunarskóla Íslands sem kaus að kanna persónubundna þætti sem hefðu áhrif á skoðanir fólks á flugeldum. Í þriðja sæti var liðið 4I_8 úr Menntaskólanum í Reykjavík sem skoðaði kjör hjúkrunarfræðinga.
Í fyrsta sæti í B-flokki var liðið STARBOYS úr Garðaskóla í Garðabæ sem kannaði áhrif kórónuveirufaraldursins á hagtölur. Annað sætið hlaut liðið KRÚTTIN úr Austurbæjarskóla í Reykjavík sem rannsakaði útbreiðslu klamydíusmita á Íslandi í evrópskum samanburði. Í þriðja sæti var liðið LJÓSKURNAR, einnig úr Austurbæjarskóla, sem rannsakaði háskólamenntun kynjanna.