4. Hvers vegna eru allar þessar tölur búnar til?

Hagtölur gefa mikilvægar upplýsingar um hag eða stöðu samfélagsins í nútíð og fortíð og geta gefið vísbendingar um hvað muni líklega gerast á ákveðnum sviðum í framtíðinni.

Tölur um inn- og útflutning segja okkur hversu mikið er flutt inn af vörum eða þjónustu og gefa okkur vísbendingu um hvernig samfélaginu vegnar í nútíðinni.

confused numbers.jpg

Samfélag eins og Ísland þarf að flytja inn mikið af vörum til daglegra nota, til dæmis kornvöru, föt, farartæki, rafeindatæki og fleira. Það má líka segja að við flytjum inn þá þjónustu sem við borgum fyrir á ferð okkar erlendis, til dæmis gistingu. Til þess að geta borgað fyrir þessar vörur og þjónustu þurfum við að selja vörur til útlanda, til dæmis fisk og málma. Það má líka segja að við flytjum út þjónustu við ferðamenn sem heimsækja Ísland.

Tölur um ungbarnadauða eru til aftur til ársins 1838 eða í tæplega 200 ár. Þær sýna hvernig framfarir í læknavísindum og bættur aðgangur að heilbrigðisþjónustu, mæðra- og ungbarnavernd hafa minnkað líkur á ungbarnadauða frá því sem var í fortíðinni.

Tölur um losun gróðurhúsalofttegunda sýna á hvaða sviðum Ísland losar mest af gróðurhúsalofttegundum og gefur því vísbendingu um hvar sé nauðsynlegt að draga úr losun með því til dæmis að þróa nýja tækni eða minnka notkun í framtíðinni.

Hagtölur eru líka notaðar til að bera saman hag eða stöðu mismunandi samfélaga. Þannig er samstarf evrópskra hagstofa gott og þær birta mikið af upplýsingum sem er safnað og unnar á sambærilega hátt og er því hægt að bera saman á milli landa.

Það eru líka til alþjóðlegir staðlar um ákveðin svið hagtalna. Hagtölur gefa mynd af stöðu samfélaganna og gera það kleift að bera þau saman. Auk þess eru þær notaðar til að leggja mat á breytingar á samfélögum.

Previous
Previous

3. Hvernig eru tölurnar búnar til?

Next
Next

5. Hverjir búa til tölurnar?