3. Hvernig eru tölurnar búnar til?

Allar upplýsingar sem Hagstofa fær frá fólkinu í landinu og frá fyrirtækjum og stofnunum eru settar í geymslu í svokölluðum gagnagrunnum sem eru eins konar bókasafn fyrir upplýsingar. Þegar tölurnar eru búnar til er oft alls konar upplýsingum úr þessum gagnagrunnum blandað saman. Gott dæmi um þetta er þegar upplýsingum um kvikmyndahús er blandað saman við upplýsingar um hvar þau eru á landinu til þess að reikna tölur um hversu margir fara í bíó á einu ári á höfuðborgarsvæðinu. Annað dæmi er þegar svör fólks í spurningakönnun um heilsu eru tengd upplýsingum úr Þjóðskrá til þess að búa til tölur um hversu mikið áfengi fólk drekkur eftir kyni þess, aldri og hvar það býr á landinu.

Sumir segja að Hagstofan geri ekkert annað en að telja. Það er að vissu leyti rétt. Margar tölur sem Hagstofan býr til eru vissulega talningar (fjöldatölur) en Hagstofan reiknar líka:

hacker_green.jpg

Þetta þýðir að sumar tölur sem Hagstofan býr til eru mjög einfaldar. Til dæmis er einfalt að telja öll kvikmyndahús á Íslandi. Þau eru ekki svo mörg*. Aðrar tölur er flókið að reikna út. Til dæmis er mjög flókið að gera þjóðhagsspá og reikna muninn á því sem karlar og konur fá í laun. Þess vegna er mikilvægt að Hagstofan útskýri vel fyrir fólki hvernig hún reiknar út tölur eins og launamun kynjanna.

Til þess að reikna þessar tölur notar Hagstofan tölfræði- og gagnaforritunarmál eins og:

*Þau voru bara 15 árið 2019.

Previous
Previous

2. Hvaðan koma tölurnar?

Next
Next

4. Hvers vegna eru allar þessar tölur búnar til?