UM KEPPNINA

Spurningarnar

Spurningar miðast við getu í hverjum aldurshópi. Aðeins eitt svar er rétt og alltaf skal velja réttasta svarið. Styðjast má við hjálpargögn og leita skal upplýsinga á a) vef Hagstofu Íslands og b) í skýrslu Evrópusambandins um lýðfræði Evrópu. Einnig má leita sér upplýsinga á vef Evrópsku Hagstofunnar (Eurostat).

multiple_choice_electornic.jpg
 

Dæmi um spurningar eftir flokkum

A - flokkur (16 til 18 ára)

Próf 1 : Hver af neðangreindum staðhæfingum um miðsækni er rétt?

  1. Meðaltal normaldreifðar breytu getur verið stærra en miðgildið.

  2. Meðaltal verður fyrir minni áhrifum af óvenjulega háum eða lágum gildum en miðgildið.

  3. Hægt er reikna tíðasta gildi fyrir alls kyns breytur.

  4. Miðgildi getur verið margar tölur.

Próf 2: Vinur þinn heldur því fram að útlendingum hafi fjölgað á Íslandi á síðustu árum. Þú ætlar að sannreyna þessa fullyrðingu. Hefur hann rétt fyrir sér? (veldu réttasta svarið miðað við gögnin).

  1. Nei, hlutfall erlendra ríkisborgara af mannfjölda hefur ekkert breyst síðan 1950.

  2. Nei, hlutfall erlendra ríkisborgara af mannfjölda jókst fram til 2009 en hefur síðan minnkað.

  3. Já, hlutfall erlendra ríkisborgara af mannfjölda jókst fram til 2009, minnkaði svo til 2012 en hefur svo aukist frá 2013.

  4. Já, hlutfall erlendra ríkisborgara af mannfjölda hefur aukist stöðugt frá árinu 1950.

Próf 3 : Í kaflanum um mannfjölda í skýrslu Evrópusambandsins segir (veljið réttasta svarið):

  1. Hlutfall kvenna af mannfjölda er hæst Lettland og Litháen.

  2. Það eru fleiri konur en karlar í öllum löndum Evrópu.

  3. Öll lönd hafa hærra hlutfall kvenna en heildarhlutfall kvenna í Evrópu segir til um.

  4. Það eru fleiri konur en karlar í flestum löndum Evrópu.

B - flokkur (14 til 16 ára)

Próf 1: Hvers konar breyta er flokkun íþróttamanna eftir árangri í keppni?

  1. Flokkabreyta

  2. Samfelld talnabreyta

  3. Strjál talnabreyta

  4. Raðbreyta

Próf 2: Hvaða ár var atvinnuleysi mest á Íslandi meðal fólks á aldrinum 16 til 74 ára samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands?

  1. Árið 1992

  2. Árið 2001

  3. Árið 2010

  4. Árið 2020

Próf 3: Í kaflanum um giftingar í skýrslu Evrópusambandsins segir (veljið réttasta svarið):

  1. 8.9% fólks í Grikklandi eru gift.

  2. Að giftingum hefur stöðugt fjölgað síðan 2013.

  3. Meðalfjöldi giftinga í allri Evrópu er hærra en í einstökum löndum innan Evrópu.

  4. Tíðni giftinga miðast við giftingar á hverja 1000 íbúa.