UM KEPPNINA

Fyrirkomulag

Fyrri hluti

Fyrri hluti keppninnar inniheldur þrjú próf:

  1. Próf í þekkingu á tölfræðilegum hugtökum

  2. Próf í notkun hagtalna af vef Hagstofu Íslands.

  3. Próf úr gagnvirkum hagskýrslum Evrópsku hagstofunnar (e. Euorstat) .

Hvert próf inniheldur 10 krossaspurningar sem meðlimir liðsins svara í sameiningu. Aðeins einn svarmöguleiki er réttur af fjórum mögulegum.

Nemendur hafa þrjár vikur til að leysa öll prófin í fyrri hluta. Nemendur geta leyst prófin í skólanum eða heima svo lengi sem þeir hafa aðgang að nettengdri tölvu. Hægt er að vista svör og halda áfram seinna. Þar sem bæði er spurt um grunnþekkingu í stærðfæðilegum hugtökum og um tölulegar staðreyndir um umhverfi og samfélög má nýta prófin við kennslu í mörgum fagreinum. Til dæmis henta prófin vel sem kennsla í samfélagsgreinum og umhverfisfræði auk stærðfræði.

Spurningarnar í prófunum eru miðaðar að hæfniviðmiði hvers aldurshóps. Þannig miðast spurningar fyrir B flokk við að nemendur 9. og 10. bekks ráði við að svara þeim en spurningar fyrir A flokk við að nemendur í fyrstu tveimur bekkjum framhaldsskóla geti svarað þeim.

friends_studying.jpg

Seinni hluti

Seinni hluti keppninnar felst í því að liðin útbúa kynningu á rannsókn sem þau gera á grundvelli hagtalna. Eins og í fyrri hluta hafa nemendur þrjár vikur til þess að leysa verkefnið í seinni hluta. Nemendur velja sér rannsóknarefni og útfæra einfalda rannsókn og skila svo inn lýsingu á þessari rannsókn í power point-kynningu sem inniheldur eftirfarandi efnisflokka:

  • Markmið: kynning á viðfangsefni og af hverju það er mikilvægt.

  • Aðferð: lýsing á aðferð og tölfræðilegri úrvinnslu.

  • Niðurstöður: lýsing á niðurstöðum ásamt töflum og myndum.

  • Ályktanir: niðurstöður eru dregnar saman og nemendur draga ályktanir um hvað niðurstöðurnar þýða.

  • Heimildir: listi yfir heimildir. Vísa skal í útgefnar hagtölur í formi vefhlekkja.